Innflytj­enda­stefna í heimsfaraldri

11.8.2020 ~ 3 mín

„Það kom mér á óvart hvað kom mikið af undan­þágu­beiðnum frá atvinnu­líf­inu. Það virð­ist vera að erlent vinnu­afl skipti mjög miklu máli fyrir bara alla starf­semi hér innan­lands. Fisk­iðn­að­inn, útgerð, iðnað, stór­iðju, nefndu það. Og þetta byggir allt á því að það komi hérna fólk inn, erlendis frá, til að gera ákveðna hluti. … Ef við lokum og setjum alla í sótt­kví, þá stendur eftir sem áður að það verður mjög mikið af beiðnum um undan­þágur, vegna þess að mikil starf­semi hér innan­lands byggir á erlendu vinnu­afli af mörgum toga. Mér sýnist eigin­lega allt – það eru nátt­úr­lega aðilar sem vita það betur en ég en mér sýnist mörg starf­semi byggja á því“

– sagði Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, í viðtali á Bylgj­unni mánu­dag­inn 9. ágúst 2020. Á honum mátti skilja að erlenda vinnu­aflið sem íslenskt hagkerfi stólar á sé helsta ástæða þess að hann taki ekki undir með Kára Stef­áns­syni um að best sé að „loka land­inu“ um hríð, skylda alla komufar­þega í sótt­kví, til dæmis, til að kveða farald­ur­inn aftur í kútinn innan­lands. Erlent vinnu­afl verði að komast til og frá, helst stöð­ugt og tafar­laust. En hvernig getur það verið, að svona margt starfs­fólk sé á leið til lands­ins í miðjum samdrætti? Senni­leg­asta skýr­ingin virð­ist sú að íslensk atvinnu­leyfi eru alltaf tíma­bundin. Alltaf – fras­inn „tíma­bundið atvinnu­leyfi“ birt­ist 38 sinnum í lögunum en „ótíma­bundið atvinnu­leyfi“ aldrei.

Íbúar EES-land­anna þurfa ekki sérstakt atvinnu­leyfi til starfa á Íslandi, samkvæmt Lögum um atvinnu­rétt­indi útlend­inga frá árinu 2002. Það þurfa hins vegar ríkis­borg­arar allra annarra landa. Þegar almennt verka­fólk á í hlut, sem ekki er ráðið vegna sérfræði­þekk­ingar heldur vegna „skorts á starfs­fólki“, eru leyfin „eigi veitt til lengri tíma en eins árs“. Þessi eins árs leyfi má fram­lengja um eitt ár í senn, en ef leyfið rennur út þarf viðkom­andi að dvelja utan lands­ins í tvö ár áður en henni er heim­ilt að sækja um leyfi á nýjan leik.

Kerfið virð­ist með öðrum orðum hannað til að rótera fólki, koma í veg fyrir að þau sem ferð­ast um lengstan veg til starfa á Íslandi festi þar rætur. Hvað gekk löggjaf­anum til með því? Í grein­ar­gerð­inni með frum­varp­inu að þessum lögum er það ekki tíundað, og því aðeins hægt að geta sér til um ástæðurnar.

Ein vísbend­ing leyn­ist mögu­lega í 7. grein laganna, sem krefur atvinnu­rek­endur um að ábyrgj­ast „greiðslu á heim­flutn­ingi útlend­ings að starfs­tíma loknum, ef … útlend­ingur verður óvinnu­fær um lengri tíma vegna veik­inda eða slysa“. Þannig virð­ist tryggt að hvorki íslenska ríkið né íslenskt atvinnu­líf taki ábyrgð á fram­færslu erlends verka­fólks sem gengur sér til húðar við störf á landinu.

Tíma­bundin atvinnu­leyfi gera hagkerf­inu, með öðrum orðum, kleift að fara með verka­fólk sem einnota.

Hvort það er rétt mat hjá sótt­varna­lækni að tíðar ferðir erlends vinnu­afls yfir landa­mærin séu veiga­mik­ill áhættu­þáttur í heims­far­aldr­inum, það veltur á stærðum sem ég þekki ekki, til dæmis því hversu margt fólk er rekið úr landi á hverju ári í þessum hnatt­rænu hreppa­flutn­ingum. En ef það stenst að draga megi veru­lega úr smit­hættu með því að hætta að reka verka­fólk úr landi, þá er spurn­ing hvort stjórn­völd vilja kannski skoða þann mögu­leika? Byrja á þeirri einföldu laga­breyt­ingu að gera atvinnu­leyfi almennt ótíma­bundin. Leyfa fólki að vera.