Sótt­kvíin Ísland

13.5.2020 ~ 2 mín

Í gær, þriðju­dag­inn 12. maí, kynnti ríkis­stjórnin áform um að opna landa­mæri, falla frá skyldu­sótt­kví komufar­þega og mark­aðs­setja íslenska ferða­þjón­ustu fyrir 1,5 millj­arð króna á erlendum mörk­uðum. Land­kynn­ing verður það, ekki land­fæl­ing. Gott og vel.

Daginn áður sagð­ist sótt­varn­ar­læknir myndu leggja það til að skyldu­sótt­kví allra komufar­þega yrði fram­lengd að minnsta kosti til 15. júní. En hann er vita­skuld ekki einráður um stefnu stjórn­valda. Tillög­urnar sem kynntar voru í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu eiga ekki uppruna sinn innan almanna­varna, heldur ferða­þjón­ust­unnar: vinnu­hópur skip­aður tveimur full­trúum ferða­þjón­ust­unnar, ásamt einum lögfræð­ingi Heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, ráðfærði sig við tíu stjórn­endur fyrir­tækja í ferða­þjón­ustu, skil­aði tillögum þeirra til starfs­hóps ráðu­neyt­is­stjóra, sem bar þær áfram til ráðherr­anna, sem kynntu þær loks í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu á þriðjudag.

Sótt­varn­ar­læknir mælti með sótt­kvíum ekki skemur en til 15. júní, ríkis­stjórnin svarar að þeim verði aflétt ekki síðar 15. júní. Það virð­ist þá óhætt að reikna með að fyrir­komu­lagið breyt­ist þann 15. júní.

En breyt­ist hvernig, nákvæm­lega? Þetta er snúið mál. Ein hlið á því eru alþjóð­lega skuld­bind­ingar. Íslensk stjórn­völd virð­ast nú öllu kokhraust­ari í garð veirunnar en stjórn­völd samstarfslanda. Í skýrslu ráðu­neyt­is­stjór­anna eru, í því samhengi, viðr­aðar nokkrar áhyggjur af Schengen-samstarf­inu, sem gæti sett opnun Íslands skorður.

Fyrir pest sner­ust áhyggjur af Schengen einkum um að banda­lagið gerði Ísland of opið fyrir aðkomu­fólki. Nú er öldin önnur, nú er heims­far­aldur, og stjórn­sýslan hefur áhyggjur af því að samstarfið gæti aftrað fólki för til lands­ins. Ef Ísland heim­ilar lend­ingar frá Banda­ríkj­unum og Kína á meðan ytri landa­mæri Schnengen-svæð­is­ins eru annars lokuð vegna sótt­varna, segir starfs­hóp­ur­inn að landið gæti „verið tekið út fyrir sviga í næstu póli­tísku ákvörðun um fram­leng­ingu á þess­ari lokun og samstaðan þá náð til lokunar fyrir flug frá Íslandi“.

Með öðrum orðum: ef Ísland opnar smit­leið frá umheim­inum gæti Schengen lokað á Ísland. Sem væri baga­legt, að skilja má, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna.

En stjórn­sýslan hugsar í lausnum og leggur til þessa hér:

„Sú leið sem helst virð­ast koma til greina til að afstýra því að þessi staða komi upp felst í því að halda uppi brott­far­ar­eft­ir­liti á innri landa­mær­unum og setja skil­yrði sem fælist t.d. í því að til að mega fara frá Íslandi og áfram til megin­lands­ins þyrftu borg­arar þriðja ríkis að sýna fram á samfellda dvöl á Íslandi í tvær vikur.“

Tvær vikur – ég sé ekki betur en hér sé tekið mið af tíma­lengd sótt­kvíar eftir ferða­lög í nær öllum samstarfslöndum okkar um þessar mundir.

Þannig má í það minnsta líta tillög­una frá tveimur sjón­ar­hólum. Já, hér innan­lands má kannski segja að þann 15. júní verði sótt­kví­ar­skyldu komufar­þega til lands­ins aflétt. En ef tillögum starfs­hóps­ins er fylgt til hlítar er ef til vill skýr­ara að orða það sem svo að þann 15. júní útvíkki sótt­kvíin, Ísland allt verði þá að sótt­kví Schengen-svæðisins.

Ef. Hver veit. Sem viðskipta­hug­mynd gæti þetta gengið upp. Lúxus­sótt­kvíin Ísland gæti orðið eftir­sótt. Í samkeppni við aðrar sótt­kvíar hefur landið forskot sem nemur 103.000 ferkíló­metrum. Og önnur Evrópu­ríki gætu gripið boðið fegins hendi, að útvista þess­ari áhættu til hálf­tómrar eyju á Atlantshafi.