Í kirsu­berjamó

02.3.2018 ~ 1 mín

Á morgun vil ég vakna sem nýr maður. Ég meina gamall maður, minn fyrri maður. Að því er ég best man var sá maður fær um að hunsa hundrað auka­at­riði á dag til að einbeita sér að einhverju einu eða tvennu sem honum þótti þess vert. Í það minnsta suma daga. Núna finnst mér of margt í heim­inum á hverjum degi. Kannski er það vegna þess að ég starfa fyrir fjöl­miðil. Áfall­a­streituröskun er varla rétta orðið en kannski þyrfti að efla ákveðna sálræna eftir­tekt í þessu fagi, kannski sérstak­lega á miðlum í landi sem er svo lítið að leyfa engum sérhæf­ingu, landi þar sem enginn kemst upp með að skrifa um ólíkar túlk­anir á fiðlukonsertum eftir­lætis sviss­neska tónskálds­ins síns nema fletta þess á milli upp á síðasta fréttum af kynlífsskan­dal fræg­ustu sjón­varp­s­kokka í Sýrlandi, deila þeim með lesendum og vera svo tilbú­inn að deila um þá á samfé­lags­miðlum líka.

Hvernig geturðu beint athygl­inni að einka­högum sýrlenskra sjón­varp­s­kokka á meðan fimm eða fleiri íslenskir hvít­voð­ungar eiga árlega á hættu að vera umskornir!?

Ég vil vakna sem nýr maður, eitt­hvað í ætt við þann gamla eins og mér er tamt að ímynda mér hann (og skilja þó súrustu berin eftir, ef ég má fara í kirsu­berjamó með þetta).