Túrismi; dagar 375–366

25.6.2017 ~ 1 mín

Mamma og pabbi eru í heim­sókn. Við bardúsum hitt og þetta, flesta daga eitt­hvað sem gæti sætt tíðindum á bloggi, þannig lagað, en að telja það upp í annarra manna fríi er svolítið eins og að hengja upp klukku fyrir ofan barborð. Það gerir hér um bil enginn, því barinn og fríið eiga það sameig­in­legt að gefa fólki frá skjól frá tímanum, eins og auðvitað kvöldin, næturnar, helgarnar, allur tíminn utan skrif­stofu­tíma: hitt og þetta helgum við lífs­nauð­syn þess að telja ekki. Ganga klukkur uppi á jökli?

Ég tel ekki dagana, einmitt núna, á ég við, en ég tel morg­undag­inn og veit af honum þegar í dag: hversu margir dagar sem liðu undan­farið (ógrynni) er nú dagur 366. Ef tíma­talið heldur.

Meira kaffi. Veröldin þarf meira kaffi, hæfi­legan glund­roða, borð, stóla og bedda.