Skrið­manna­líf; dagur 392

29.5.2017 ~ 1 mín

Hitinn hérna er í alvör­unni óbæri­legur. Hús brenna, eitur­gufur fylla vitin, rimar dýra­garð­anna bráðna svo borgin fyll­ist af villtum slöngum og skrið­dýrum — villtum eins og fólk sem vill­ist, þau vita ekki hvar þau eru, hvert þau ætla sér og hvernig þau komast þangað. Öll raforkan úr öllum kjarn­orku­ver­unum fer í að knýja einn ísskáp með einu frysti­hólfi sem rúmar eitt klaka­box svo úr verða átján klakar þrisvar á sólar­hring, alls 54 klakar í næstum fjög­urra milljón manna borg, og fólk myndi þyrp­ast á götur og krefjast úrbóta því ÞETTA DUGIR EKKI! ef það kæmi á annað borð undir sig löpp­unum en allir eru fastir heima hjá sér, skríð­andi eftir stofugólf­inu og niður tröppur, leit­andi að einhverju köldu til að sleikja. Og enn er bara maí.

Þegar brast á með hita­bylgju í júlí eða ágúst þarsíð­asta sumar seld­ust allar viftur upp. Í öllum raftækja­búðum borg­ar­innar var ekki eina viftu að fá, menn hefðu fúsir selt heilu lýðræðis- og rétt­ar­ríkin fyrir viftu. Við sem skríðum eftir stofugólf­unum vonum að raftækja­versl­an­irnar hafi nýtt tímann síðan þá til að bæta lagerstöðuna.